Sem minnir mig á það. Flestir myndu telja trú, góðmennsku og jákvætt hugarfar af hinu góða en er það svo einfalt? Sá blakka kraftaverkadúddann á Ómega, allt gott og blessað (no pun intended) en svo sá ég manngreyin sem komu til að láta læknast. Þetta var eins og að horfa á einhvern sparka í hund... það var bara eitthvað mjög rangt við þetta. Það er öruggt mál að jákvætt hugarfar og þ.a.l. trú getur hjálpað mikið þegar erfiðleikar steðja að en reynið að segja greyinu sem fór á samkomu þarna, hætti að taka lyfin sín og er nú mjög veikur inni á geðdeild að það sé Lausnin. Ætli gamla konan sem var rifin upp úr hjólastólnum sé jafn trúuð í dag og hún var í gær? Benny Hinn er fyndnari en hinn Bennyinn en er það fyndið þegar fólk fer illa út úr þessu og trú þeirra bíður þess kannski ekki bætur? En hvað veit ég svo sem... mín leið er full að hraðahindrunum og blindgötum... en ég kýs þó að taka ábyrgð á henni sjálfur, finnst það frekar huglaust að varpa ábyrgðinni yfir á eitthvað eða einhvern annan en það er bara mín persónulega skoðun. Vertu happí með þína leið ef hún virkar en lokaðu aldrei augunum fyrir hinum möguleikunum. Líf án efasemda og gagnrýni er dauði.
:: rassgat 00:38 [+] :
::
...