Var að horfa á Ómega. Litli saklausi ég er þekktur sem argasti trúleysingi, efasemdar- og einhver sá neikvæðasti maður sem hefur litið daxins ljós en ég ber óttablandna virðingu fyrir fólki sem iðkar trú af sannfæringu. Veit þetta fólk eitthvað sem ég veit ekki og mun máski aldrei vita eða eru þau einfaldlega bara öðruvísi fíbbl en ég? Pæliðí því að geta trúað einhverri sögu svona í blindni, en þessu fólki virðist líða afskaplega vel og vera hamingjusamt og er það ekki málið? Að finna sér sína leið í lífinu sem gerir mann hamingjusaman. En það sorglega er að fæstir finna sér leið í lífinu heldur fljóta bara í gegnum það af gömlum vana og gera það sem þeir halda að þeir eiga að gera... iðka sína rassvasaþjóðkirkjubarnatrú, eignast tvökommafimm börn, fara til Mæjorka annað hvert ár, horfa á Stöð 2 eins og þeim væri borgað fyrir það og geta kvótað í Friends. Er ég eitthvað betri? Neibbs, ekki vitund en ég sit uppi með mig og verð því að þykjast að ég sé alveg hreint ágætur. Sem ég er oftar en ekki... en jafnframt voðalega þreytandi til lengdar. Og þó ef ég gæti valið um hver ég mætti vera myndi ég líklega velja mig því ég þekki öngvann jafn skemmtilegan og mig! Eitt höfuðhögg í viðbót og ég mun enda sem gaurinn í strætó sem er talar við sjálfan sig og skellihlær... nú læt ég þetta nægja. Vona að það sé enginn í strætó með mér.
:: rassgat 00:22 [+] :
::
...