Anyways, tókst að fríka sjálfan mig út í gær. Eftir spjall við unga sveitamey þar sem vikið var inn á hinar ýmsustu hörmungar heimsins sem og galla mannkyns festist ég í þessum huxunum (aftur, já!) og losnaði ekki úr prísundinni fyrr en um miðja nótt, og þurfti að vakna rúmlega 7 eins og vanalega. Gureat, akkúrat sem ég þurfti við þreytunni minni! Til að friða samvisku mína lítillega ætla ég að styrkja barn sem hefur það ekki jafn ljúft og við. Ætla ekkert að þykjast að svokölluð góðverk mín séu gerð af einhverjum öðrum hvötum en að láta mér sjálfum líða betur. Þannig að næst þegar ég geri eitthvað fyrir yður, lesandi góður, sem þér finnst bera mark góðmennsku og fórnfýsi mundu þá að ég er sjálfselskt kvikindi.
:: rassgat 21:25 [+] :
::
...