Eins og áður sagði þá hlusta ég mikið á útvarp... öppdeit sko. Gnarrinn að verða nokkuð ryðlaus og beittari en nokkru sinni fyrr. Hef gaman af því að hlusta á blessaðan manninn og ekki bara af því að hann á það til að vera fyndinn heldur það að hann er óhræddari við að viðra skoðanir sínar en oft áður og það vill svo skemmtilega til að þær eru á svipuðum nótum og mínar. Lifi rauðhærðir! Nenni orðið ekki að hlusta á Sigurjón og Doktorinn, þeir eru svo sem ágætir til síns brúks en einhvern veginn er ekkert þar sem mér finnst standa upp úr eða vera neitt sérstaklega eftirminnilegt nema hvað að tónlistin virðist hafa skánað lítillega með tilkomu doktorsins. Lítillega. Hef staðið mig að því að skipta yfir á Ding Dong á Effemmníufimmsjö sem minnir mig á það að ég þarf að fara að láta snyrta makkann. Íslenskt útvarp er enn steingelt.
:: rassgat 22:52 [+] :
::
...