Ég hlusta mikið á útvarp á daginn. Því miður. Markaðurinn hér er steingeldur. Það eru beisikklí þrír valkostir. Gamla góða RÚVmarkaðsvænu Norðurljósin sem stuða minna en lyftutónlist og svo Hausverks-antikristarnir sem eru í eltingarleik við Norðurljós. Nú síðast breyttu Hausverkirnir hinni ágætu Muzik í RadíóXgelgjurokksklón þannig að nú getur maður hlustað á viðbjóð á við Creed, Korn, Limp Bizkit og annað Selfossrokk á tveimur stöðvum. Jei. Og auðvitað fóru þeir nokkuð troðnar slóðir og fengu hinn Tvíhöfðann ásamt nokkrum þekktum andlitum og röddum til að kynna klónaða pleilistann. Eins og Tvíhöfðinn var nú nú ágætur þá eru einhöfðarnir frekar sorglegir. Sigurjón, neikvæði höfðinn, er þó frekar vanmetinn og hefur náð sér ágætlega á strik eftir langan aðlögunartíma. Það verður fróðlegt að sjá hvað hann gerir með herr doktor Gunnster sem í litlum skömmtun hefur verið alveg jafn skemmtilegur og diskó og Kinder-egg. Gnarrinn, jákvæði höfðinn, hefur aftur á móti alls ekki náð sér á strik á sínum fyrstu dögum sem einhöfði. Vonandi nær hann að hrista af sér ryðið en hann einfaldlega virðist ekki vera að virka svona nýfrelsaður og aleinn. Er þó betri en 17. júníRadíó Reykjavík þýfið og hels Haukur í hoggni... af hverju, AF HVERJU?! Af hverju er svona sett í útvarp? Meira að segja Magga litla bleslinda á X-inu er skömminni skárri. Fyrirgefðu Haukur minn, þekki þig ekki neitt og þú ert eflaust ágætur í einhverju, kannski er þín hilla í lífinu bara að kynna snakk í Fjarðarkaupum eða selja skrúfur í Byko og gætir eflaust orðið rosalega góður í því en útvarp, eða sjónvarp ef því er að skipta, er ekki þín hilla. Hef sem betur fer ekki orðið þess heiðurs aðnjótandi að hlusta á hinn ofurflippaða hnakka dídjeibaddarugl... ábyggilega ofurhress og flippaður eins og hinir stórkostlega óskemmtilegu Hausverkir, guðfeður hans. Ég hlusta mikið á útvarp á daginn og æ oftar heitir útvarpið Ríkísútvarpið, áfram afnotagjöld!!! Fylgist spennt með, næst tekur æluskjóðan fyrir hinn æ harðnandi lakkrísmarkað.
:: rassgat 21:53 [+] :
::
...