Í kvöld um eitt eftir miðnætti mun forseti Bandaríkja Norður-Ameríku að öllum líkindum setja Írökum afarkosti (sýnt beint á RÚV, CNN, Sky News o.fl.) sem þeir munu ekki ganga að og þar með munu Bandaríkjamenn og leppar þeirra ráðast inn í Írak án samþykkis öryggisráðs S.Þ. Sorglegt. Það eina sem kemur upp í hugann er sorg. Reiðin hefur breyst í sorg. Saklaust fólk mun þjást. Saklaust fólk mun deyja. Ég get mætt á mótmælafundi, ég get grátið stríð, en engu að síður er ég gerður að aðila að þessu stríði. Skammastu þín Davíð Oddsson. Skammastu þín Halldór Ásgrímsson. Skammist ykkar Alþingismenn. Ég mun aldrei kjósa Sjálfstæðisflokkinn og ég mun aldrei kjósa Framsóknarflokkinn. Á fundinn í gær mættu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og að því er mér sýndist flestir þingmenn Vinstri grænna ásamt fjöldanum öllum af skynsömu og góðhörtuðu fólki. Fyrir ykkur hneigi ég mig.
:: rassgat 19:25 [+] :
::
...