Mæli með því að fólk verði sér úti um Morgunblað dagsins í dag, 14. mars, og kíki á aðsenda grein með fyrirsögninni "Ekki undirrita í hugsunarleysi". Hún er eins og töluð úr mínum munni. Bann við fíkniefnum orsakar mun fleiri vandamál en það leysir og þessi blessaða herferð núna þar sem fólk á að skrifa undir lista til að mótmæla lögleiðingu fíkniefna þykir mér afskaplega barnaleg, stundum rembist fólk svo mikið við pólitíska rétthuxun að það er gjörsamlega blint fyrir staðreyndum. Ég er alls ekki að mæla fíkniefnum bót en fólk getur verið andvígt fíkniefnum þó það sé hlynnt lögleiðingu þeirra. Boð og bönn eru sjaldnast til góðs og fangelsisvist sem lausn á félagslegum, og jafnvel geðrænum, vandamálum er náttúrulega út í hött!
Reyndar alveg merkilegt hvað fólk virðist blint á umhverfi sitt og jafnvel sjálft sig oft á tíðum.
Einn maður getur gert gæfumun.
:: rassgat 22:04 [+] :
::
...