Og í fréttaflóðinu um yfirvofandi stríð í Írak hafa málefni Palestínu alveg týnst. Ísraelar halda áfram að gera hræðilega hluti þar undir verndarvæng Bandaríkjamanna. Nú síðast lést ung bandarísk kona að nafni Rachel Corrie er hún reyndi að koma í veg fyrir að jarðýtur eyðilögðu heimili Palestínumanna í Rafah-flóttamannabúðunum. Kafnaði hún er jarðvegi var rutt yfir hana. Rachel Corrie var 23 ára gamall friðarsinni frá Olympia í Washington-fylki. Rachel Corrie var hetja og þessi sorgaratburður gefur manni þó von að mannkyninu sé ekki alls varnað. Sumir myndu kalla þetta fífldirfsku en ég kalla þetta hetjuskap. Í mínum augum er það hetja sem er tilbúin að fórna lífi sínu fyrir hugsjónir sínar og í þágu fleira fólks. Leyfum Rachel sjálfri að eiga síðasta orðið en hér er síða með tölvupósti sem hún skrifaði fjölskyldu sinni nýverið.
:: rassgat 19:50 [+] :
::
...