Stundum finnst mér fólk bara ekki vitund sniðugt. Fæ bara nóg af því og hef ekkert meira að gefa... eða langar kannski bara ekkert til þess því oftar en ekki fær maður ekkert til baka. Eins og það getur verið gaman að gera góða hluti fyrir fólk sem ætlast ekki til þess af manni þá er jafn ömurlegt að vera í kringum fólk sem tekur bara og finnst það eðlilegt. Í dag er puttadagur. Þ.e., fólk ætlast til einhvers af mér sem ég myndi máski vanalega gera en í dag er það puttinn. Þoldi t.d. alls ekki í dag alla þessa unspoken hluti, þegar fólk talar í kringum hlutina og ætlast til hins og þessa af öðru fólki án þess að segja hlutina hreint út og fer jafnvel í fýlu ef hlutirnir, sem liggja í augum uppi fyrir það, gerast ekki. Ef einhver spyr mig hreint út eða biður mig um eitthvað í staðinn fyrir að fara 7 hringi í kringum hlutina þá eru ágætis líkur á að ég geri hlutinn fyrir viðkomandi, a.m.k. ef mér líkar eitthvað pínu við viðkomandi. Djöss fokking hels röfl í manni... til að gera langa sögu stutta, fokkjú.
:: rassgat 23:10 [+] :
::
...