Vííííí... ég er orðinn pabbi! Og nei, það er ekki R-lista króginn heldur drengur fæddur 12. desember 1996 í Úganda að nafni Mike Kakande. Eftir að hafa spáð í það lengi fór ég niður í ABC-hjálparstarfið að Sóltúni 3 og gerðist styrktaraðili fyrir þennan unga mann. Fyrir aðeins 1.950 krónur á mánuði skilst mér að hann fái menntun, læknisaðstoð (hann á það til að fá malaríu greyið) og fæði. Þetta er náttúrulega enginn peningur og fæstir sem sjá nokkuð eftir slíkri upphæð, og auðvitað átti maður að vera löngu búinn að þessu. Vil bara þakka persónunni sem veitir mér reglulega innblástur til að langa að verða betri manneskja og gera svona hluti. Vó, væm-alert, væm-alert!!! Sjittmar, verð að fara út núna og drekka mig slefandi drukkinn, berja mann og annan og negla svo einhverja kjeddlingu til að halda mannorðinu!
:: rassgat 20:19 [+] :
::
...