Alltaf jafn gaman af því hvernig hin annars ágæta Tilvera hendir fram mögnuðum fyrirsögnum á borð við "Er Micheal Moore þá bara sorry ass aumingji..." og vísa í einhverja íhaldsgellu á PoliticalUSA.com (sem er bæ ðe vei síða sem er greinilega með stríði og telur aðrar skoðanir óamerískar og sjá sér einhvurn hag í því að rakka niður þá sem halda þeim fram, þ.á.m. Moore og Chirac). Auðvitað ber að taka öllu og öllum með fyrirvara (þar á meðal Debbie Schlussel, Michael Moore og Tilverunni) enda er ekkert nema dauðinn sjálfur að gleypa allt hrátt og ókannað...sem blessuð Tilveran virðist gera alveg merkilega oft enda eflaust auðvelt að firra sig allri ábyrgð með því að vera bara lítil hlekkjasíða uppi á stormskeri, en hvað um það, það er allt önnur og lengri saga. Allavega finnst mér bara alltaf jafn merkilegt hvað fólk á auðvelt með að gleypa allan andskotann alveg gagnrýnislaust. Um leið og hlutir eru komnir á prent virðist allt verða heilagur sannleikur fyrir allt of mörgum, það er ekkert verið að kynna sér málin eða taka sjálfstæða ákvörðun byggða á staðreyndum og/eða samvisku sinni. Býst við að það sé líka aðal ástæðan fyrir því að anarkismi myndi aldrei virka, fólk er fífl. Oh man, er búinn að týna mér í einhverjum lúní pælingum, hvað var aftur pointið... hmmmm.... alveg rétt, mér finnst Michael Moore sniðugri en flest fólk sko þó svo að hann hafi máski ekki alltaf rétt fyrir sér eða eigi monninga, hann er nebbla fífl líka, rétt eins og ég.
:: rassgat 23:04 [+] :
::
...