Hafa ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna eitthvað fyrir sér í því að það virki að reyna að kaupa sér atkvæði? Nú eru ég og félagar mínir búnir að fara frítt í bíó á vegum Samfó og á frítt fygglerí á vegum Frammaranna og ég finn ekki fyrir neinni meiri velvild í garð þeirra eftir þessar uppákomur. Nema síður sé enda vilja þetta góðviljaða unga fólk helst ekki ræða pólitík á svona uppákomum til að fæla ekki nautheimskan og sauðsvartan almúgann frá. (Held samt að mér hafi tekist að snúa einni Framsóknardömu til anarkisma yfir bjórnum!) En er þá ekki pointið með svona uppákomum farið fyrir lítið? Á ekki einmitt að reyna að lokka fólk til sín á þeim forsendum að þú hafir eitthvað annað en bjór fram að færa?! Nema náttla að kenning mín um fullu fíflin standist, þá er um að gera að halda fólkinu fullu! Kallaðu mig bara Muldur, Fox Muldur. En hvað um það, ég hef ekkert samviskubit yfir því að þiggja gjafir frá flokkum sem mér kæmi ekki til hugar að kjósa því að það er ekki nema á fjögurra ára fresti sem þeir vilja gera eitthvað fyrir mig. Svo gjörið svo vel plebbar heimsins, ég er hóra.
:: rassgat 14:50 [+] :
::
...