Hatur bitnar yfirleitt bara á þeim sem hatar en engu að síður áskil ég mér þann rétt að hata af og til. Ég hata svokölluð eltilög. Það eru lögin sem hljóma í auglýsingum sem eru næstum því eins og eitthvað frægt lag sem auglýsendur hafa ekki efni á að nota. Ég hata ammmrískt r&b sem á ekkert skilið við rhythm & blues heldur er bara virkilega vont popp, píkupopp, þar sem raddbandaæfingar og slæmir textar eru í fyrirrúmi. Ég hata Manchester United og KR. Ég hata Framsókn og Sjálfstæðisflokkinn. Ég hata vondar myndir eins og XXX og Wedding Planner. Ég hata kjeddlingarþætti. Ég hata mannvonsku. Ég hata hvað lífið þarf að snúast mikið um veraldleg gæði. Ég hata mína eigin breyskleika. En lífið er yndislegt!
:: rassgat 17:27 [+] :
::
...