Og talandi um heimildarmyndir. Það er ein nokkuð forvitnileg á dagskrá RÚV eftir smá. Lilya 4-real. Um stelpuna sem sænska (snilldar)myndin Lilya 4-ever er byggð á.
Þegar maður fer að spá í það þá er þetta búið að vera nokkuð góður tími fyrir kvikmyndaáhugamenn undanfarið, Lilya 4-ever, Nói albínói, Bowling for Columbine, About Schmidt.... svo á ég enn eftir að sjá The Pianist (lox fékk Polanski verðskuldaða viðurkenningu), Adaption og Kaurismaki-myndina. Gaman að sjá að það komist eitthvað meira í bíó en gelgjuruslið... sem ég reyndar sé furðu oft en hef mér það til málsbóta að ég fer í 99% tilvika frítt á þær myndir. Ekki halda að ég færi að borga mig inn á Final Destination 2 eða National Security! Og hverjum datt í hug að Martin Lawrence væri sniðugur?!?! Hels mongóinn hefur verið í einni góðri mynd (Nothing to Lose) og skrilljón virkilega vondum, svo ekki sé minnst á þættina hans sem Stöð 3 sýndi forðum daga. Fussumsvei! National Security er t.d. ekkert nema formúlan og kynþáttafordómar af hendi Lawrence sem eiga að vera fyndnir. Fussumsvei! En ég er plebbi og fer á nánast hvað sem er í bíó ef það er frítt, meira að segja Rollerball. Það var reyndar fyrsta frímyndin sem mig langaði að biðja um endurgreiðslu á og fara í nauðgunarsturtu á eftir! Þeim tíma hefði verið betur varið í að vera heima að laxera og snyrta punghárin.
:: rassgat 23:05 [+] :
::
...