Það fer slæmt orð af mér. Ég býst við að maður uppskeri í samræmi við það sem maður sáir. Ég veit persónulega ei hvað orðsporið er og er í rauninni nokk sama, en fannst þetta nógu merkilegt til að ljá þessu nægt vægi til að pæla upphátt. Gjörðir mínar út á við í gegnum tíðina hafa væntanlega skapað einhverja persónu sem ókunnugir kaupa... er ég það sem öðrum finnst? Hvað finnst þér? Þú getur leikið hvaða hlutverk sem er í lífinu en þú getur aldrei platað sjálfan þig. Eða hvað? Getur togstreitan milli þín og grímunnar endað í öðru en uppgjöri fyrr eða síðar? Sá mynd um daginn sem var reyndar ýkt útgáfa af þessum pælingum en í rauninni af sama meiði. Er hægt að týna sér? Er hægt að reyna svo mikið að þú tapar sjálfinu og verður það sem aðrir vilja að þú sért? Það þarf sterka manneskju til að lifa samkvæmt sannfæringu og tilfinningu. Ég hef styrkst. Ég get oftast. Getur þú? Brosirðu út á við þegar þér líður illa? Ferðu í námið sem er praktískt og öllum finnst sniðugt þegar þér langar frekar að helga þig dósasöfnun fyrir fólk sem hefur farið illa út úr átökunum á Sri Lanka?
:: rassgat 17:44 [+] :
::
...