Olé, olé, olé, olé... Ísland, Ísland! Stórglæsilegur sigur okkar manna í Litháen staðreynd, þvert gegn minni svartsýnu spá nota bene. :) Langt síðan maður hefur séð liðið spila svona vel, sérstaklega vörnina. Lárus Orri, Hermann og Guðni brilleruðu með Árna Gaut öruggan fyrir aftan sig. Reyndar spilaði liðið mjög vel en veikustu hlekkirnir voru þó Arnar Þór og Brynjar Björn (vildi frekar sjá Arnar Grétars þar inni), það virðist ætla að vera erfitt fyrir Ásgeir að gera vinstri kantinn jafn beittan og þann hægri (Indriði var síst betri en Arnar Þór) enda höfum við svo sem ekki marga menn á við Þórð sem er ásamt Eiði Smára maðurinn á bak við flestar sóknir Íslendinga. Er samt enn dauðhræddur við leikinn úti í Færeyjum, ætla að halda mig við þá skoðun mína frá upphafi riðils að það sé besti möguleiki Færeyinga frá upphafi til að sigra oss. Svo höfum við náttúrulega lítið að gera í Þjóðverjana svo 3.-4. sætið er raunhæf spá. Prove me wrong, Æslend! :)
Annars er það illa að verki staðið hjá RÚV ef þeir sýna ekki Færeyjar-Þýskaland undir lok dagskrár í kvöld. Væri frekar til í að sjá þann leik en England-Slóveníu á Sýn núna. En RÚV á réttinn á þýsku leikjunum og honum er sjónvarpað um gervihnött því þýska ríkissjónvarpið sýnir flesta leikina í riðlinum beint, ekki bara leiki síns liðs. Fylgja eftir góðum degi RÚV-menn og sýna leikinn!
:: rassgat 19:16 [+] :
::
...