Innan um allar hörmungarfréttirnar leyndist einn gullmoli. Þórður Guðjónsson knattspyrnukappi og kona hans áttu afmæli á dögunum og héldu upp á það með pompi og prakt. Sem væri ekki í frásögur færandi nema vegna þess að þau afþökkuðu blóm og aðrar gjafir og höfðu þess í stað söfnunarbauk sem í safnaðist um 140.000 krónur og rann féð til Styrktarsjóðs krabbameinssúkjra barna. Þrefalt húrra fyrir góðmennsku og þenkjandi fólki... húrra... húrra... húrra!
Ætlaði að röfla alveg heilan helling um allar hinar fréttirnar s.s. ástandið í Palestínu/Ísrael og veru erlends herliðs hér á landi en ætla barasta að halda mig við jákvæðnina núna! :)
:: rassgat 18:55 [+] :
::
...