:: fimmtudagur, júní 26, 2003 ::
.thar til daudinn adskilur oss.
Ég sá mann deyja í dag. Reyndar (bara?) í sjónvarpinu en það breytir því ekki að það gerðist í alvörunni. Einn þekktasti knattspyrnumaður Afríku, Marc-Vivien Foe, lést í leik Kamerún og Kólumbíu. Frekar óhugnalegt á að líta svo ekki sé meira sagt. Minnir mann bara á hversu brothætt lífið er og hversu stórmerkileg fyrirbæri við erum. Við virkum á einhvurn stórfurðulegan hátt en getum alveg hætt að virka hvenær sem er. Dauðinn er eðlilegur hluti af lífinu þó að alveg hreint ótrúlega margir kjósi að reyna að líta fram hjá þeirri staðreynd. Það er hlutur sem bæði svefngenglarnir og hinir geta komið sér saman um að þegja í hel... sem er álíka gáfulegt og að neita því að foreldrar manns hafi lifað kynlífi! Við munum deyja og er það hinn eðlilegasti hlutur, við þurfum hins vegar ekki að einblína á það heldur reyna að lifa þar til kemur að hinu óhjákvæmilega. Talk is cheap. Diskóið lifir... ha ha ha ha stayin' alive!
:: rassgat 22:04 [+] :
::
...