:: miðvikudagur, ágúst 06, 2003 ::
.eru 15 minutur ekki ad verda bunar?.
Æm fokking feimús... aftur! Merkilegt hvað það er auðvelt að eignast eitt stykki fyrirsögn í íslensku dagblaði. Vér í EY 2003 eigum fyrirsögn lögregludagbókarinnar í Morgunblaðinu í dag, "Í útilegu á hringtorginu við Hagatorg". Jafnframt segir í dagbókinni sjálfri "Ekki fóru allir í útilegur út á land þessa helgina. Á laugardagsnótt fékk lögreglan veður af því að nokkur ungmenni hefðu tjaldað á hringtorginu við Hagatorg og sætu þar við drykkju. Lögreglan fór á staðinn og vísaði ungmennunum í burtu.". Enn einu sinni tekur "höfundur" lögregludagbókarinnar sér eilítið skáldaleyfi því okkur var alls ekki vísað í burtu heldur var okkur gert að fella tjöldin í mesta bróðerni og svo var barasta haldið áfram við drykkju og trall, og við höfum myndbandið þar til sönnunar. Svo myndu náttúrulega margir setja stórt spurningamerki við þetta ungmennatal þar sem stór hluti okkar var í kringum þrítugt en ég skal með glöðu geði láta það kyrrt liggja. :) En þetta er í annað skipti sem lögregludagbókin bregst mér og ekki laust við að maður sé farinn að missa trúnna á frásagnarhæfileika okkar ástkæru lögreglumanna! Hefðum kannski átt að fylgja upphaflegu plani og gefa einhverjum fjölmiðlamanninum fréttina og myndirnar svo að þetta yrði ekki eina grafskrift EYjar 2003, en hvað um það! Myndirnar munu birtast á næstunni á www.EY2003.tk... skál!
:: rassgat 17:36 [+] :
::
...