:: miðvikudagur, ágúst 06, 2003 ::
.kids, gotta love 'em, can't eat 'em.
Dabbi litli er skíthræddur við "normið". Einu sinni fékk Dabbi litli kvíðakast af því að hann bjó með kvenmanni í blokkaríbúð með parketi og leðurhornsófa! Nú síðast fékk Dabbi litli kvíðakast út af ókunnugu ómálga barni sem var bara of hamingjusamt að vera með Dabba litla. Börn eiga það til að hænast að Dabba litla og kalla hann pabba eða jafnvel mömmu þó að Dabbi litli sé skíthræddur við þau. Dabbi litli kann að vera stór kall sem drekkur bjór, sparkar í bolta, keyrir hratt og segir dónabrandara. Dabbi litli kann ekki á börn sem skilja ekki dónabrandara en finnst eðlilegt að taka sér hlé frá því að kalla Dabba pabba og kúka í fanginu á honum. Dabba líkar samt ágætlega við börn þar sem þau virðast hafa þennan nauðsynlega skort á þroska til að finnast hann sniðugur! Dabba gæti langað í börn þegar hann verður stór. Það er það sem hræðir hann. Sums staðar hefði Dabbi þurft að borga fúlgur fjár til að segja einhverjum þetta og þá hefði Dabba máski líka verið bannað að tala um sjálfan sig í þriðju persónu og lokaður inni í klefa... aftur.
:: rassgat 01:28 [+] :
::
...