:: fimmtudagur, ágúst 21, 2003 ::
.naest a dagskra er.
Var í heimsókn um daginn og það vildi svo skemmtilega til að það var opið fyrir imbakassann á heimilinu og varð ég þá vitni að mestu schnilldardagskrárkynningu allra tíma! Ekki var hægt að sýna eikkva Rolling Stones-krapp vegna einhvers bla bla bla sem daman kynnti rækilega án þess að ég veitti því sérstaka athygli og svo klykkti hún út með "...en þess í stað sýnum við heimildarmynd um finnska vaxtaræktarkonu." og gat varla hamið hláturinn sjálf og þaðan af síður vér sem sáum þetta. Guess you had to be there sko.
Og talandi um RÚV, verð að stilla vídjóið í kveld til að ná Andy Richter Controls the Universe... a must see. Off tú hnakksýning off Túm Reider... þrefalt húrra fyrir fríu rusli!
:: rassgat 19:10 [+] :
::
...