Ek tel kurteisi vera ábótavant í fari Íslendinga. Og hananú. Það er tvennt sem allir ættu að búa yfir. Það eru almenn skynsemi og lágmarks kurteisi. Ef einhver býður þér góðan dag þá gjörir þú hið sama á móti. Ef einhver býður þér súkkulaðikúlu þá segið þér "já takk" eða "nei takk". Ef einhver segir "Gjörðu svo vel." þá þakkar þú fyrir þig. Samkvæmt kjútípútí gamla manninum þá er ég kurteis og myndarlegur og hann óskaði mér góðs gengis í lífinu. Þakka þér ókunnugi maður og hafðu það gott sömuleiðis.
:: rassgat 21:35 [+] :
::
...