Hels rólegheit í manni í gjær. Skrapp bara í heimsókn og smessaðist við vænan slatta af mannsveskjum í leiðindum mínum áður en að fara snemmað sofa. Er það bara ég eða eru allir sem eru singöl alltaf að leita? Þetta er orðið eins og með reykingarmennina sem eru alltaf að hætta. Eftir smá lotu af föstum föstum samböndum þá hefur mér liðið alveg afskaplega vel svona singöl þó svo að djammið sé óneitanlega orðið soldið þreytt og mar gæti alveg huxað sér vænan kúrara af og til. En málið er að þegar manni hefur tekist að verða þokkalega sáttur við sjálfan sig, þróað sjálfselskuna frekar og getur notið þess að vera einn þá er mar ekkert til í að stökkva til í samband þó svo að það standi til boða... það þarf eitthvað virkilega sérstakt að koma til svo að maður sé til í að fórna þessum singölheitum á ný. Maður á aldrei að sætta sig við neitt nema eitthvað spes... ég vel aðeins það besta, ég elska sjálfan mig!
:: rassgat 12:30 [+] :
::
...