:: laugardagur, janúar 03, 2004 ::
.dyrin ganga laus.
Sjittmar. Hér eftir ætla ég að halda mig við það um helgar að djamma að næturlagi og sofa og horrá fóbó á daginn. Fór út fyrir hádegi í dag og kom heim grátandi síðdegis eftir að hafa tekið white-trash-túrinn á þetta. Ikea, Rúmfatalagerinn, Kringlan, KFC og Smáralindin. Það var bókstaflega allt brjál, þar fór rólegheitadagurinn minn með sjálfum mér fyrir lítið. Tengiliður minn í mannlífsgeiranum tjáði mér að þetta hafi eikkva að gjöra með útsölur verslanna. Er það allt sumt, spyr ég saklaus borgarstrákurinn allar brjáluðu konurnar með brjáluðu börnin og brjáluðu eiginmennina á brjálstóru bílunum sem vissu ekki að dónaskapur og óþarfa háreysti (Sundhöllin kenndi mér þetta annars fína orð!) skemmileggur mína innri fegurð þó að mín ytri fegurð og ró haldi sér ávallt. Stopp end smell ðí róses men... eða klíptu í rassinn á makanum... or djöst teik a tjillpill mar!