:: mánudagur, febrúar 09, 2004 ::
.heima saeta heima.
Jæja, þá er mar kominn heim eftir þetta stutta skrepp yfir til Köben. Þetta var audda drullufínt fyrir utan þynnkuna í gær eftir þorrablótið. Blótið var brilli þó að mar væri orðinn soldið suddalegur undir morgun, ótrúlegt hvað mar þekkti mikið af fólki haddna... mar gleymdi eila alveg að hanga með fólkinu sem mar fór til að hitta! Oh well, en lífið gerist víst ekki betra en ódýr bjór, Skímó-tónar og limbó með Loga Bergmanni Eiðssyni. Jei.
En hvað um það, samkvæmt kortinu fræga sem allir eru með á síðum sínum þessa dagana hef ég stigið fæti á um 2% landa heimsins og breyttist það víst lítið þessa helgina þar sem Köben er að verða reglulegur áningarstaður ásamt hinni ágætu Lundúnaborg. Hér má sjá blessað kortið. Synd og skömm að mar sé ekki enn búnað koma sér til Ástralíu og Ítalíu... og audda föðurlandsins, Nor-x. Hoj, hoj, hoj... eða bara taka Evrópuna með trompi. Fuss.
:: rassgat 16:49 [+] :
::
...