Hörru já, gleymdi næstum kaupum aldarinnar. Fékk þrjú stykki meistaraverk Peter Jacksons á DVD í TP Musik Marked á 75 kaddl danskar, það gerist barasta ekki betra! Bad Taste og Braindead eiga náttla alveg sér stall í gamanmyndasögunni (já, ég sagði gamanmynda en ekki hryllingsmynda af ásettu ráði!) og svo fékk ég lox brúðumynd allra tíma (sorry Muppets) líka, Meet the Feebles, svo nú get ég deilt snilldinni með ykkur vantrúuðu. Að eilífu, amen.
:: rassgat 17:23 [+] :
::
...