Assgoti er það ágætt að leggja sig svona á miðjum degi. Vann lengi í gær og slakaði svo bara á yfir imbanum í gær enda var ég drulluþunnur eftir ævintýri fimmtudagskveldsins. Fór á karlakvöld X-ins með Halla (sem vill fá viðurkenningu fyrir reddingu á Placebo-miðum, takk ástmaður minn!), Mumma (sem ætlar að redda mér stafrænni myndavél), Finni (sem reddar mér oft frímiðum í bíó), Konna (sem ætlar að redda mér David Hasselhoff Sings America), Matta (sem ætlar að redda bjórkvöldinu fyrir liðið) og Óla (sem reddar ekki neinu enda einskis nýtur KR-ingur!) og djöfulsins leiðindi var þetta blessaða karlakvöld! Helsta skemmtun kvöldsins voru sideshow-feministarnir fyrir utan staðinn og þegar ég gerðist svo djarfur að nota kvennaklóið sökum raðarinnar hinum megin og endaði sem sérlegur ráðgjafi telpnanna í blautbolskeppninni... sem ég missti svo af því við nenntum öngvan veginn að hanga þarna í pungsvitanum eftir að fríi bjórinn var búinn svo þetta endaði á strákafylleríi á Glaumbar og Dillon... og þynnku á föstudegi sem minnir mig á af hverju karlar á gamals aldri djamma ekki á virkum dögum! Amen.
:: rassgat 17:57 [+] :
::
...