|
:: mánudagur, apríl 26, 2004 ::
.ég, ég, ég....
Ér ossalega upptekinn af sjálfum mér og ammlinu mínu þessa dagana. Hverjir fleiri ætli eigi afmæli 2. maí? Mér skilst að stórmennið Valtýr Björn og skápahomminn Dabbi Beckham deili deginum með mér... eikkurrir fleiri?
En hvað um það. Ég vil fá gjafir, takk. Ég, ég, ég! Gjafir, gjafir, gjafir!!! Veit ég fæ 20þúsara gjafakort í Kringlunni og massatjútt frá vinnufélögunum, stafræna myndavél frá gamla settinu og monning frá ömmu Husby... so vil ég nýjan gemsa (já, enn einn), MP3-spilara (án VW Polo-bílsins!), sæng (með eða án sætu stelpunnar), kodda (gott að eiga auka just in case...), rúmföt (stain-free), skó (Puma attur held ég bara), föt (til að klæða af mér bjórvömbina), bjór (til að hafa eikkva til að klæða af), Crave-ilminn (til að lokka einhverjar heim til að nota hinn koddann), tölvuborð (þetta úr Húsgagnahöllinni), hillur (þessar ljótu ódýru), loftljós (þetta ljóta dýra), ferð á Anfield (með stoppi í Sydney), nám í ítölsku (á Ítalíu nota bene), tölvu (á tölvuborðið sjáðu til), mótorhjól (grái fiðringurinn sko og minna ves en 17 ára stelpur), hús (hvar sem er, gott að eiga nokkur), millu á mánuði (eða bara einhvern tíma!), heimsfrið (kill all the barbarians!) og einkanúmerið DRUSLA á Daihatsu Charade-sportbílinn (gæti sætt mig við spoiler-kit, litaðar rúður og Best of Scooter!)... takk fyrir mig... megið þið öll njóta mín vel og lengi.
:: rassgat 22:12 [+] :
::
...
|