:: laugardagur, maí 29, 2004 ::
.heil forseta vor, og lýðveldi?.
Svo ég blandi mér nú í kaffihúsaþrasið aftur þá tel ég það hreina fásinnu að svo mikið sem spá í að forseti vor, herra Ólafur Ragnar Moussaeff, skrifi ei undir hið rómaða fjölmiðlafrumvarp. Fyrir það fyrsta þá hafa nú áður verið uppi mun stærri mál sem fjöldinn hefur ekki látið sér detta í hug að forsetinn skrifi ekki undir. Það er nú svo að þetta mun seint teljast til stærri mála lýðveldisins þrátt fyrir stormviðrið og móðursýkina sem hefur verið sköpuð, það eina sem gæti gert þetta að stærra máli en það er er það ef svo ólíklega vildi til að þetta myndi fella ríkisstjórnina eftir öll mikilmennskubrjálæðisköstin hjá DabbiO... one can only dream, en það er harla langsótt að Dóri kjölturakki muni fórna forsæti ríkisstjórnarinnar sama hvað á gengur og þrátt fyrir að hann verði með þennan magnaða aftursætisbílstjóra! En hvað um það, í öðru lagi þá tel ég það hreina móðgun við lýðræðið ef forsetinn ætti að fara taka fram fyrir hendurnar á lýðræðislega kjörinni stjórn burtséð frá því hvað móðursýkiskannanir vilja. Það er nú einu sinni svo að á fjögurra ára fresti kjósum við okkur þingmenn til að taka ákvarðanir fyrir oss og þeir sem meirihlutinn kaus fær að ráða mestu. Þið kindurnar kusuð þetta yfir okkur svo njótið lýðræðisins þar til kemur að næstu kosningum, þá getið þið látið Xin tala! Það verða alltaf til fífl sem kjósa eins og afi kaus eða trúa belgmiklum loforðum en reynið nú bara einu sinni að líta yfir farinn veg og kjósa með heilanum sem vonandi mun megna að geyma orð eins og skattalækkanir, komugjöld, fjölmiðlafrumvarp og svo framvegis. Anarkismi og kommúnismi eru magnaðar hugmyndir en heil lýðveldinu því það er minnst vont í framkvæmd!
:: rassgat 16:45 [+] :
::
...