:: sunnudagur, maí 23, 2004 ::
.power corrupts, absolute power corrupts absolutely.
Ég hef hingað til forðast að röfla um of um trúmál og stjórnmál. Mín trú er svo sem einföld, ég trúi á sjálfan mig. Svo er reyndar hægt að rökræða trúmál fram og til baka endalaust rétt eins og stjórnmál. En afstaða mín í stjórmálum er ekki jafn afdráttarlaus og staða mín í trúmálum. Nema hvað að ég læt stjórnast af rökum og tilfinningu fyrst og fremst... oftast. Stundum litast skoðanir mínar þó mjög af afstöðu minni til Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar en ég er gallharður andstæðingar núverandi stjórnar. Ég hef öngvu að síður látið mig hafa það að steinhalda kjafti um fjölmiðlafrumvarpið og sirkusinn í kringum það þrátt fyrir sterkar skoðanir á því (eins og flestir hafa). Tel ég að það séu alveg hreinar línur að fjölmiðlafrumvarps er þörf (sem og RÚV, en það er önnur og mun lengri saga sem skapast m.a. af framgöngu Íslenska útvarpsfélagsins að undanförnu) en jafn klárt er að nafni minn kóngur Oddsson fer offari með kjölturökkum sínum í Framsókn. Sem leiðir mig aftur að upphafi þessara þanka. Vald spillir öllum. Það tekur mislangan tíma en sagan sýnir að vald spillir. Nærtæk eru dæmi nútíma stjórnmálasögu, herr Oddsson, Bush, Sharon, Berlusconi... en vald í hvaða mynd sem er mun spilla hverjum þeim er öðlast það á endanum, lítið fer t.d. fyrir aðhaldi lýðræðis hér á landi nema hvað að að undanfarið hefur stór hópur, með Baugsveldin í fararbroddi, reynt að vekja fólk til umhugsunar með sjálfsbjargarviðleitni er jafnast á við versta móðursýkiskast og besta spaugelsi. Og þó ek einblýni á stjórnmálin hér er ljóst að öll birtingarmynd af völdum er til þess fallin að spilla breyskri manneskjunni. Þar má sem dæmi einnig líta til afþreyingariðnaðarins íþróttanna og nefna nöfn sem Blatter, Ecclestone, Schumacher, Ferguson og þar fram eftir götunum. Nú hef ek látið vald mitt yfir þessum litla skika á Netinu spilla mér og röflað út í eitt. Búið. Lifið heil og njótið mín.
:: rassgat 15:36 [+] :
::
...