Þakka kærlega allar kveðjurnar, knúsin, kossana, gjafirnar og alles! Búin að vera mögnuð ammlishelgi. Það var haldið veglega upp á áfangann í gær þar sem ólympískar glasalyftingar komu mikið við sögu og komu strákarnir mínir með áritaða mynd af Hebba Guð. með indælli kveðju til mín (Leoncie heimtaði víst 3000 kr. fyrir greiðann og skellti svo á þá en hún er stjarna svo það má!) og rauðhærða kyntröllið gerðist svo gjafmildur í áfengisvímunni að gefa mínum Metallica-tónleikamiða... danke schön, lieblings sko. Gaman, gaman, gaman... víííííííííííííí... ég brosi út að öxlum með brosinu sem ek hlaut mikið lof fyrir í gær. :)
Fékk samt ekki allar gjafirnar sem ég vildi því ÍR-ingar töpuðu naumlega fyrir Valsmönnum í heimsmeistarakeppni Íslands í handbolta... en svo urðu Milan-menn Ítalíumeistarar, Liverpool unnu og Barca vinnur á eftir svo þetter ágætisdagur á þeim vettvangi líka. Áfram ÍjjjjerrrR!
:: rassgat 19:07 [+] :
::
...