:: laugardagur, júní 12, 2004 ::
.fullfær barnsfáandi kona drepur mann er kallaði hana feita.
Alltaf fundist flest orðin sem ná yfir fyrirbærið barnshafandi konu frekar asnaleg. Ófrísk? Getur kona ekki verið fullfrísk og überhrezz þó hún sé með barni? Ólétt? Aldrei kalla konu feita! Vanfær? Þær eru nú fullfærar um allan andskotann þrátt fyrir ástandið. Og hvað er þá eftir? Barnshafandi... kannski er það bara ég en það hljómar hálfskrítið fyrir mér, væri ekki máski barnsfáandi nærri lagi? Með barni? Hljómar hvað best í mínum eyrum. Hvað finnst þér, væna?
:: rassgat 17:49 [+] :
::
...