Ójá, held ég hafi gleymt að minnast á það að kaddlinn er orðinn grænmetisæta fyrir nokkru síðan. Og assgoti mögnuð viðbrögð sem maður fær við því. Fólk virðist halda að það þarfnist einhverra útskýringa og réttlætinga við og ég tók alveg þátt í þeim pakka til að byrja með en núna beisikklí spyr ég bara á móti "Af hverju borðar þú kjöt?" eða segi bara hreint út að þetta sé spurning um smekk og samvisku. Samt yndi að ég skuli enn geta komið fólki á óvart, jafnvel mínum bestu vinum... "Hahaha je sjúr, góður!". En ég skemmti mér alltaf jafn vel við að koma fólki á óvart, næstum jafn gaman og að hneyksla! Ég er fífl. Oft fífl með skoðanir og meiningar en alltaf fífl inn bæ ðe bóner. Að eilífu, amen.
:: rassgat 00:14 [+] :
::
...