:: þriðjudagur, ágúst 17, 2004 ::
.heim í heiðardalinn.
Það er alveg með ólíkindum hvað þetta stutta frí gerði gamla manninum gott! Búinn að vera alveg ofursprækur frá því að ek steig á íslenska grundu á ný, það jaðrar nánast við geðveiki orkan sem maður hefur náð sér í þarna í afslöppuninni úti. Kom t.d. öllum á óvart (og hræddi suma) með því að rjúka á fætur fyrir allar aldir í gærmorgun og vera staddur á toppi Esjunnar kl. 8 þegar flestir landar vor voru að mæta til vinnu! Mætti svo aftur til vinnu í dag og það var alveg sérdeilis prýðilegt enda indælis pakk sem maður vinnur með sem elskar mig út af lífinu rétt eins og hvert mannsbarn ætti að gjöra. (Menntamálaráðuneytið tók samt einhverra hluta vegna ekki vel í að gera mig að námsefni í grunnskólum landsins, afturhaldsseggir og fasistar!) Eina vandamálið er að það er töluvert erfitt að sofna á kvöldin þegar maður er svona ofvirkur og vil ég því nýta þennan vettvang til að lýsa eftir engli í formi dömu sem er tilbúin til að gegna hlutverki rúnkhólks/brundtunnnu þar til hrezzleikinn er genginn yfir... fyrrverandi bólfélagar og kærustur (sem og fjölskyldur þeirra) eru ekki gjaldgengar í þennan happadrátt.