Hvað er það sem fær íslendinga til að gera svona mikið mál úr því að ná að safna saman alltof mörgum af þeim annars ágætu eintökum á einn og sama staðinn? Við tróðum 20þúsund stykkjum inn á illa hannaðan knattspyrnuvöll sem stendur ekki undir þeim fjölda... jei! Svo stefndum við 100þúsund kvikindum í miðborg sem hefur verið á hraðri niðurleið undanfarin misseri í borg með undirmannað löggæslulið og almenningsamgöngur sem ganga ekki upp sökum mannfæðar... vúppdídú!
Lifi tónlistin, knattspyrnan og öll hin menningin... alltaf, alls staðar... vil því nota tækifærið og minna hina menningarsinnuðu frónbúa á að söfnin eru (merkilegt nokk!) enn opinn þó ei sé nótt menningar fyrr en eftir ár svo og að það þarf ei að bíða lengi þar til þið getið fyllt Laugardalsvöllinn á ný er þar spilar það íslenska landslið sem hefur náð hvað lengst á sínu sviði, hið fagurlimaða landslið kvenna í knattspyrnu... komasoooo!