Hef m.a. notað fríið til að líta á hvað sé að gerast í poppmenningu æskunnar þessa dagana með því að kíkja á myndirnar Anchorman: The Legend of Ron Burgundy, Harold and Kumar go to White Castle, Shaun of the Dead, Raising Helen, I Robot og King Arthur. Litla systa (sem bæ ðe vei átti ammli í gjær og fékk frá mér stafræna myndavél, 2 DVD og bjór, ér yndi! Til lukku með að eiga mig að, og já þetta hels ammli líka.) henti þessum glæpavarningi í mig og til að gera langa sögu stutta þá eru Harold & Kumar og Shaun bráðvel heppnað spaugelsi, Anchorman svo hræðileg að hún slær jafnvel The Master of Disguise og Scary Movie-myndirnar út í leiðindum og rest bara typical Hollívúdd-sjitt... er það nema von að mar fari varla í bíó lengur á gamals aldri ef þetta er úrvalið?! Þarf reyndar að farað drífa í því að sjá Kill Bill vol. 2, Super-Size Me og Fahrenheit 9/11 til að vera viðræðuhæfur og svo eru náttla ammmmrískir indí-dagar afar áhugaverðir með Before Sunset í fararbroddi en Before Sunrise (fyrri myndin) er eðalrómans sem bræðir allar stelpur en það er svo aftur á móti allt önnur saga...