:: mánudagur, september 13, 2004 ::
.brauð handa hungruðum heila.
Einhver helvítis leiði í manni þessa dagana... veturinn og bara þetta status quo (ekki hljómsveitin, gaur!)... ýmislegt í skoðun en ekkert komið á hreint, pirrrrrrrr, svo maður hefur verið leiðinlegri en vanalega (er vanalega skemmtilega leiðinlegur sko!)... ef það er eitthvað ríkt fólk þarna úti sem hefur áhuga á því að ættleiða lil ole me og koma mér í nám þá barasta show me the money and ég skrifa undir hvað sem er! Það er á svona stundum sem mig langar að henda einhverju drasli í bakpoka og bara láta mig hverfa í einhvern tíma, rápa bara... gera allt og ekkert... stofna íslensku-/trúðaskóla í Bahrein, hef heyrt að eftirspurnin sé gríðarleg eftir íslenskumælandi trúðum þar.