Magnað nokk. Fékk símtal í dag frá ungfrú Öldusel 1990 (minnir mig... þetta var á annarri öld og í öðru lífi mar!) varðandi það að núna 9. okt. verður haldið reunion hjá árgangi mínum úr
Ölduselsskóla í Breiðholti. Kaddlinn er víst sveipaður magnaðri dulúð og fannst ekki fyrr en í dag í gegnum vinkonu litlu systur... datt algjörlega af ratsjá fyrrum samnemenda minna á örfáum árum og það litla sem ég hef séð síðan af pakkinu hefur einungis styrkt trú mína á að náttúrulegri fegurð minni og æskuljóma hnignar mun hægar en hinna svo ekki sé talað um leiftrandi skopskynið sem og kúlið sem er ávallt við frostmark! (Kúlið var reyndar meira um stofuhita á grunnskólaaldri en waddafookmar, hver var svalur á þeim aldri... ekki einu sinni Ólsen-tvíbbarnir!) Var reyndar með önnur plön akkúrat þetta kveld en spurning um að dusta rykið af kúlinu og lakkskónum og láta sjá sig meðal aldurhniginna heiðursnemenda hins fornfræga Ölduselsskóla, skilst að
Maggi sé búnað henda upp síðu um þetta svo nú bíð ek spenntur eftir frekari upplýsingum. Það setur reyndar smá ugg að manni er þrítugt fólk kemur saman til að tjútta. Ekki það að maður þurfi þá að hafa áhyggjur af slaxmálum eða að einhver daman verði börnuð á postulínshásæti (enda kvenmenn á þessum aldri löngu komnir úr barneign!) heldur frekar hlutum eins og mjaðmagrindarbrotum og að menn þurfi að fá ketið maukað...
Og þessi færsla, lesandi góður, gefur þér einmitt færi á að henda fram hryllingssögum af samkundum á við þessa... gjössovelmar, orðið er þitt...