:: miðvikudagur, september 29, 2004 ::
.hrezzzzzzzzandeh.
Blundurinn er stórlega vanmetinn. Ég lúllaði mér í 1-2 tíma eftir vinnu í dag og mikið djöfulli var það gott! Hrikalegt hvað það vill gleymast hvað það er hrezzandi að leggja sig smá til að endurhlaða batteríin. Er þetta aldurinn að færast yfir eða er ég svona rosalega inn tötsj við barnið í mér því jú, það vill loða bæði við gamalmennin sem og litlu óvitana að þykja blundurinn góður. Annars þá sef ég vanalega í svona eins til tveggja tíma lotum allajafna hvort sem það er nætursvefn eður ei, furðulegt nokk en svona hefur það bara alltaf verið frá því ég man eftir mér svo máski er mér blundurinn bara eðlislægari en mörgu uppréttu kvikindinu. Hmmm... svo er þetta svo skemmtilegt orð, blundur. Blundur. Bluuuuuunduuuuuur. Skemmtir mér a.m.k. alltaf þegar vekjarasíminn minn segist vera stilltur á blund eftir að hann hrópar á mig kl. 0700 GMT. Blundur hljómar svo líka næstum eins og dónalega (og sóðalega) orðið... það þarf lítið til að skemmta mér.