Hver gleymdi að láta mig að hafa reglugerðahandbókina þegar ég fæddist?! Ég stend mig að því daglega að klikka á reglum sem virðast öllum hinum sjálfsagðar. Svona off the top of my head þá detta mér t.d. eftirfarandi í hug:
Það er bannað að spauga með sjúkdóma og dauða, jafnvel þó þú sért sá sjúki.
Þegar þú ert með bindi skal vera í skyrtu líka.
Hommar eru ógó en lesbíur töff.
Pör skulu gera allt í pörum.
Daihatsu Charade '92 er ekki kúl bíll.
Myndir skulu enda hamingjusamlega enda borgum vér ei fyrir sorg og sút.
Manneskja er ásættanlegur fórnarkostnaður.
Það má ekki drepa, nema stundum.
Maður verður hrezz af líkamsrækt en ekki þreyttur.
Þér líður betur ef þú talar um það.
Virðingu ávinnur maður sér með því að deyja ekki og því skal ávallt bera virðingu fyrir sér eldra fólki, jafnvel þó þau kunni að vera fífl.
Það má ekki kalla fólk fífl.
Það er ekki hægt að lifa án þess að trúa á eða dýrka einhverja ósýnilega og/eða fræga veru.
Það er ekki hægt að vera hamingjusamlega síngöl.
Börn eru alltaf kjút.
Þetta eru örlög en ekki tilviljun eða afleiðing.
Peningar eru málið og þú ert það sem þú vinnur við.
Kynlíf er ógópógó en ofbeldi flott.
Það er ekkert fríkí að trúa á drauga og álfa.
Það má skaða sig með áfengi, tóbaki, sykri og bílum en ekki eiturlyfjum.
Þú deyrð ef þú borðar ekki ket.
Gella má vera í buxum en gaur ekki í pilsi.
30 er fullorðins, kúk og piss húmor ekki.
Prumpufýlan þín er ekki góð.
Klámmyndasilikonjullur eru rúnk-material en ekki aðhlátursefni.
Vinsælt=gott.
Öðruvísi=asnalegt, skrítið, ógnun.
:: rassgat 22:11 [+] :
::
...