:: fimmtudagur, október 14, 2004 ::
.Velvakandi Morgunblaðsins í dag.
Vér undirritaðir gagnrýnum harðlega birtingu skrípamyndar Sigmunds mánudaginn þann 11. okt. 2004. Teljum við það óafsakanlegt að birta svona klám á síðum Morgunblaðsins þar sem vísað er í svokallaða g-bletti, kynlífshjálpartæki, afbrigðilegt munalostakynlíf og ber kvenmannsbrjóst sýnd! Eins og alþjóð veit eru fjölmörg ungmenni eftirlitslaus heima við þessa dagana og hafa þ.a.l. óheftan aðgang að hinum ýmsu fjölmiðlum landsins, og er Mbl. ekki undanskilið þar. En til þessa hafa ábyrg foreldri áhyggjulaust getað leyft óritskoðaðan aðgang að blaðinu. Er þessi sori það sem koma skal á síðum Morgunblaðsins? Tja, maður spyr sig!
Með kveðju,
B. Davíð Husby,
Konráð J. Óskarsson,
Jóel Hjaltason,
Ísak Þór Atlason og
Þórhallur G. Samúelsson.