:: laugardagur, nóvember 06, 2004 ::
.eldað með kvikindinu.
Da management tók upp þá stefnu fyrir allnokkru síðan að segja ykkur ekki nokkuð af viti og því vil ég segja ykkur frá máltíð minni í kvöld. Eldaði ég dýrindis pakkamat frá Toro er kennt er við grýtu frá Mexíkó. Leyndardómurinn á bak við slíka matseld er að setja 5 dl af vatni í stað 8, einn af mjólk, klípu af smjeri og krydd eftir geðþótta... jafnvel má við sérstök tilefni bæta papriku, chili, maísbaunum eða osti í grautinn. Svo notar kaddlinn audda sojaket í stað beljukets og gott er að setja einn krafttening í vatnið þegar bleytt er upp í því. Á meðan þetta mallar er nauðsyn að hita hvítlauksbrauðið, rífa niður ost og ýta feita kettinum niður af borðinu. Skal máltíðin svo borin fram á fallegu fati með ostinum yfir og ljúft er að skola þessu niður með vatni því ég er ekki enn búinn að finna vín er passar með þessu. I'll keep you posted. Verði þér að góðu. Dabbi FelHall kveður.