:: þriðjudagur, desember 07, 2004 ::
.and now for something completely different.
Undanfarinn mánuð eða svo hafa þrjár hljómplötur setið sem fastast í spilurum mínum. Fönkpoppararnir í Cake eru mættir aftur kaddlinum til mikillar gleði og fátt sem hrezzir meir en að hrista skjannahvítan gumpinn yfir tónum þeirra. Fyrir aðeins rólegri kvöldstund er fínt að kveikja á ilmkertum, draga fram vasaklútinn og hlusta á eðalvælið í Keane. Svo á meðan þvottavélin er að skola larfana og kaddlinn dustar rykið er prýðilega hrezzandehhh að hlusta á röff kynbomburnar í Jan Mayen. Svo svínvirkar audda gamla tæknivæddara, bassaprumpandi, trommuheilandi sjittið við flest önnur tækifæri en það er allt annar skanki.