:: þriðjudagur, desember 14, 2004 ::
.jólagjöfin mín í ár....
Nú þegar allir eru að tapa sér í jólainnkaupum, jólabakstri, jólaprófum, jólahinu, jólaþessu og jólastressi þá hef ég, hinn illi en stresslausi trúleysingi (því eins og allir vita eftir magnaða grein hins alvitra Þráins Bertelssonar í Fréttablaðinu um daginn þá eru trúleysingar villuráfandi illmenni!), tekið ákvörðun varðandi gjafir í ár. Ég hef ákveðið að afþakka gjafir til mín en biðja hina gjafmildu hins vegar að gefa fremur smáræði til þeirra sem eru síður settir en ég. Að sama skapi mun fólk eingöngu fá kort frá mér og hinir heppnari máski knús ala Hemmi Gunn, en smá fjárhæð mun ég af hendi láta rakna í jólagjafasjóð ABC-hjálparstarfs (0515-14-303000. Kt. 690688-1589 fyrir hina áhugasömu) fyrir ykkar hönd. Njótið vel og gleðileg jól.