:: fimmtudagur, desember 23, 2004 ::
.mjúkmann strikes again.
"Fréttatilkynning frá Samstarfshópi friðarhreyfinga:
19. desember 2004
Íslenskar friðarhreyfingar standa að blysför niður Laugaveginn á Þorláksmessu. Safnast verður saman kl.17:30 á Hlemmi og lagt af staðklukkan 18. Fólk er hvatt til að mæta tímanlega.
Eva Líf Einarsdóttir nemi í verkefnistjórnun og mannréttinadarmálum flytur ávarp Samstarfshóps friðarhreyfinga, fundarstjóri verður Davíð Þór Jónsson rithöfundur.
Kór menntaskólans við Hamrahlíð og Hamrahlíðarkórinn taka þátt í göngunni, stjórandi kóranna er Þorgerður Ingólfsdóttir
Þetta er 25. árið sem friðarganga er farin á Þorláksmessu og líta margir á hana sem ómissandi hluta jóla undirbúningsins. Að venju munu friðarhreyfingarnar selja kyndla á Hlemmi og á leiðinni."