Maður tekur upp á athyglisverðum hlutum í leiðindum. Ekki nóg með það að ég hafi tekið til, eldað og slegið heimsmet í SMSum heldur þá hef ég verið límdur yfir matreiðsluþáttum á BBC Food síðustu daga eftir að vera kominn með leið á Cartoon, Reality TV, Adölt Tjannel, norrænu stöðvunum og öllu hinu draslinu... ég held ég sé að finna minn innri mann, og hann er kona! Núna eru kvikindin að elda graflax, og bretinn segir aksjúllí "gravlaks". Merkilegt nokk, ha?! Þetta er hápunktur daxins só far (það og að komast að því að feta-ostur er frír á Dominos-pizzum, þó ég megi ekki borða solis vegna kjálkabrotsins) og ekki ólíklegt að svo verði um stund þar sem Daddi sportbíll (straumlínulagaða sjálfrennireiðin mín) er á mótþróaskeiðinu og vill bara kúra útá stæði í stað þess að fara út að leika. Fuss...