:: fimmtudagur, janúar 13, 2005 ::
.grænmetið talar.
Og já, ég er enn að rotna heima við. Fékk að vita það í vikunni að ég er kjálkabrotinn auk þess sem hin meiðslin plaga mig enn mörg hver. En ég rakti allavega saumaskapinn í hökunni á mér úr svo ég gat rakað mig og kíkt út í öl með telpunum um sl. helgi og það var nú sérdeilis hrezzzzandehhhh! Meira læknastúss í næstu viku svo kaddlinn fer vonandi að vinna fljótlega eftir það enda að verða að grænmeti sem sefur á daginn og vakir á næturna... fussumsvei! En maður mætir alveg fádæma hlýhug svo maður sleppur við það að einangrast alveg og fá legusár svona á gamals aldri. Og bæ ðe vei, allt sem ég gleymi eða klikka á hjer eftir er eingöngu elliglöpum og höfuðhöggum um að kenna svo ég er saklaus af öllu! Ég ætlaði að hringja en gleymdi því... ég á að vita hvað þú heitir en ég er gamall... óver end át.