Jæja,
þá er útvarp á Íslandi lox dáið eftir langa sjúkralegu. Lokað var fyrir
X-ið og
Skonrokk í kveld (einnig eru smælingjarnir Stjarnan og Útvarp Reykjavík látnir) og er því úr litlu að moða orðið. Eftir eru
RÚV,
Útvarp Saga (sem ný talmálsstöð antikristanna á Skonrokkstíðninni mun ganga af dauðu innan skamms),
kristilegar útvarpsstöðvar, lyftutónlistarstöðvarnar
Mix,
Bylgjan og
Létt, pleilistahórurnar á
FM957 og
Kiss FM,
dreifarastöðvar,
Kaninn,
alkastöðin og svo Útvarp
Latibær... jei, magnað úrval! Það er vonandi að
Hausverksgaurarnir á Kiss og Mix eða
Matti,
Doddi og
co. á X-inu sjái sér fært að henda upp skítsæmilegri rokkstöð á næstunni því það er markaður fyrir slíka stöð... það versta er bara að þegar
Íslenska útvarpsfélagið áttar sig á því að þegar slík stöð gengur þá kaupa þeir hana bara ellegar stofna áþekka stöð til að drepa samkeppnina. Svo er auðvitað allt sem gengur á miðlum þeirra hent í lokaða dagskrá, sbr.
70 mínútur,
Tvíhöfði og
Valtýr Björn og blessaðar kindurnar kaupa þetta
allt hrátt. Öss!
Hér eftir verður maður bara að láta sér nægja tónlistina sem maður kaupir hjá
Smekkleysu og
12 tónum,
netvarp,
útvarpsstöðvar Breiðbandsins eða einfaldlega það sem maður
dánlódar ólöglega...
lifi Netið!