Ég verð að hætta að fara á spítalann. Í hvert skipti sem ég fer finna þeir nýtt beinbrot, talan er komin upp í fimm! Ég get ekki annað en hlegið að þessu og fólk skilur ekkert í mér að geta tekið þessu svona létt og spaugað með þetta. En voddafokk sko, þegar húmorinn er farinn þá er nú fokið í flest skjól... Dabbi án húmors er eins og Ísland án roks og rigningar, it just ain't right!
Maður verður nú reyndar voða þreyttur á þessu stundum og jafnvel bálreiður á stundum þegar maður huxar til þessara eymingja og hugleysingja sem ollu þessu, ég er nú bara mannlegur þótt stórkostlegur sé! En þetta lagast allt vonandi og karmað mun sjá um fíflin. :) Er farinn að vinna aftur, bara í léttu verkunum eins og pappírsvinnunni, skipulagningu og að aga piltana mína til enda hafa þeir ekki haft pabba gamla yfir sér í næstum mánuð og eru alveg óalandi og óferjandi eftir allt þetta frelsi og nöldurleysi!
Helsta sorgin þessa dagana er ákvörðun mín að láta lóga Dadda sportbíl þar sem viðgerðin fer eflaust yfir hundrað þúsarann... litla greyið bíður örlaga sinna úti í suddanum, blessuð sé minning hans. Og nú er kaddlinn barað spá í að taka hippaskrefið til fulls og fara allra sinna ferða gangandi, hjólandi og með strætó... þ.e. þegar íbúð í 101 finnst!
En hvað um það, öl, pool og Ídol með stelpunum í kveld. Adjö.
:: rassgat 17:47 [+] :
::
...