Til að birtast á listanum "Nýjasta nýtt" hér til vinstri þurfið þið, kæru vinir, að uppfæra stillingar á síðum ykkar og virkja svokallað
RSS.
Á
Blogger.com fer það þannig fram að þið skráið ykkur inn á svæðið ykkar, farið svo í "Settings" og þar næst í "Site Feed". Þar veljið þið "Yes" og "Short" og smellið loks á "Save Settings"-hnappinn.
Á
Blog.Central.is skráið þið ykkur inn og farið í "Aukahlutir". Þar veljið þið að virkja RSS og getið staðsett RSS-hnappinn þar sem þið viljið hafa hann ellegar falið hann.
Með þessu móti birtist nýjasta færsla ykkar nánast strax á listanum mínum og þeir sem koma hingað inn á síðuna þurfa ekki annað en að notast við hann til að skoða nýjar færslur.
Lifið heil. Að eilífu, amen.